Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Fugladagurinn 2013 samantekt

Fugladagurinn 2013Árlegur fugladagur var haldinn á fjörðunum 12. maí 2013. Náttúrustofa Austurlands og Ferðafélag Fjarðamanna standa fyrir þessum degi í maí á hverju ári á Norðfirði og í Reyðarfirði. Náttúrustofan mætir með fjarsjá þar sem sjá má fugla í  meira návígi. Flestir mæta sjálfir með kíkja og allir hjálpast að við að greina þá fugla sem sjást. Ungir sem aldnir, óvanir áhugamenn jafnt sem glúrnir fuglagrúskarar spyrja og deila fróðleik um einkenni og atferli hinna og þessara tegunda. Enginn fugl þykir of ómerkilegur til að ræða þótt skoðanir á þeim séu ólíkar.

 

 

 


Í ár mættu 17 manns á Norðfirði  í kyrru veðri sem hélst að mestu þurrt. Fuglalíf var með meira móti, stórir æðarflekar á firðinum, sendlingar, lóuþrælar, sandlóur og tildrur á leirunum. Þar voru einnig stórir kríuhópar í hvíld eftir langt flug frá suðurheimskautinu. Nokkrar andategundir voru bæði í fjörunni og á Leirunni norðan flugvallar. Einna áhugaverðast var að sjá skeiðandarpar í fjörunni og Doddi á Skorrastað kom auga á brandönd við Ingunnarveitu. Samtals sáust 29 tegundir auk maríuerlu og þúfutittlings sem sáust rétt eftir að formlegri fuglaskoðun lauk. Er þessi tegundafjöldi með mesta móti sem sést hefur í þessum athugunum á Norðfirði.
Tegundarlisti af Leirunum á Norðfirði: Heiðargæs, grágæs, brandönd, skeiðönd, rauðhöfði, stokkönd, skúfönd, duggönd, æður, hávella, toppönd, tjaldur, heiðlóa, sandlóa, lóuþræll, sendlingur, hrossagaukur, jaðrakani, spói, stelkur, tildra, hettumáfur, stormmáfur, sílamáfur, silfurmáfur, hvít eða bjartmáfur, svartbakur, kría, þúfutittlingur, maríuerla, steindepill.
Á  Reyðarfirði var dræm þátttaka þrátt fyrir þokkalegt veður, hægviðri, skýjað og lítilsháttar súld, fjórir mættu.   Það óvenjulega við svæðið að þessu sinni er að lokað var fyrir aðgang að stórum hluta þess með taug og áberandi skilaboðum á skilti (meðfylgjandi mynd).  Þetta er eitthvað sem kippa verður í liðinn fyrir næstu leiruskoðun að ári.  Þrátt fyrir þessar takmarkanir sáust 32 tegundir fugla á Reyðarfirði, þær voru; tjaldur, heiðagæs, skógarþröstur, silfurmáfur, grágæs, hringönd, skúfönd, heiðlóa, hettumáfur, stelkur, kría, hrossagaukur, helsingi, stokkönd, bjartmáfur, rita, æður, svartbakur, álft, hrafnsönd, rauðhöfðaönd, hávella, toppönd, tildra, sandlóa, lóuþræll, sendlingur, spói, þúfutittlingur, fýll, jaðrakan og urtönd.  

 Hringönd sást á Reyðarfirði - ljósmynd Jónína Óskarsdóttir

Tags: fuglar, fugladagurinn

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir