Forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands.
Kristín Hermannsdóttir veðurfræðingur hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Náttúrustofu Suðausturlands sem hefur aðsetur í Nýheimum á Höfn í Hornafirði. Snævarr Guðmundsson landfræðingur hefur einnig verið ráðinn til stofunnar í starf sérfræðings. Náttúrustofa Suðausturlands er áttunda náttúrustofan og er partur af Samtökum náttúrustofa (SNS). Þau Kristín og Snævarr hefja störf á komandi sumri.
Nánar má lesa um þetta á upplýsinga- og fréttavef Hornafjarðar.