Langþráðum áfanga var náð nú fyrir skömmu er Eyjabakkar urðu svo kallað Ramsar-svæði. Í því fellst alþjóðlegt verndun og viðurkenning á sérstöðu þess í íslenkri náttúru. http://www.ramsar.org Þar eru stór og gróskimikil votlendi sem hýsa einn stærsta geldhóp heiðagæsa í heiminum. Þær hafa verið taldar nær árlega frá 1979 og má lesa um það í nýútkominni skýrslu: Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 Loftmyndir af svæðimu má sjá á eftirfarandi heimasíðu. http://hreindyr.com/land/undir-fellum-og-muli/
Nú nýverið voru settar inn á vefinn undir Útgefið efnitvær nýjar skýrslur. Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 og Hávellur á Lagarfljóti og vötnum á Fljótsdalsheiði árið 2012.
Sú sem hlaut bókina Íslenskur fuglavísir að gjöf í fiðrildagetraun Náttúrustofu Austurlands á Tæknidaginn var Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir í Neskaupstað. Þórfríður giskaði á að í krukkunni væru 1313 fiðrildi en þau voru 1359 talsins. 101 þátttakandi tók þátt í leiknum og var giskað á að fjöldi fiðrilda í krukkunni væri allt frá 100 og upp í 100.000. Tæknidagurinn tókst almennt vel og voru margir sem heimsóktu svæði Náttúrustofu Austurlands. Þar var hægt að skoða smádýr og fleira í víðsjá og smásjá, kynnast fiðrildavöktun og hreindýrum.
Tæknidagur fjölskyldunnar verður haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands laugardaginn 16. mars frá 13:00 - 17:00. Austurbrú, VA og Háskólinn í Reykjavík skipuleggja daginn. Fjölmargt tæknilegt verður í boði af svæðinu og góðir gestir koma í heimsókn. Náttúrustofa Austurlands tekur þátt í deginum. Til að sjá það helsta sem er á dagskrá smellið á "sjá meira"
Mánudaginn 25. febrúar aðstoðaði Náttúrustofa Austurlands Húsdýragarðinn í Reykjavík við að ná hreindýrskálfum með hjálp netbyssu. Netbyssuna hafði stofan keypt með styrk úr veiðikortasjóði til að fanga hreindýr og var þetta frumraunin. Í stuttu máli má segja að það hafi gengið vel en um það má lesa í lengra máli í frétt á heimasíðu garðsins; http://www.mu.is/ . einnig fylgja hér með myndir til að skýra betur hvernig þetta fór fram.