Hreindýr á vegum hættuleg svæði uppfært
Hreindýr eru nú í byrjun október 2013 a.m.k. á þremur stöðum nálægt vegum. Á Mýrunum eru á annað hundrað dýr og halda sig mikið nálægt Flatey. Lítið hefur borið á hreindýrum í á Jökuldalsheiði undanfarið og líklegt að þau séu norður í Vopnafirði en þó má búast við að hópar birtist á næstunni á Langadal, við Vopnafjarðarveg og Háreksstaðaleið. Á Fagradalnum voru 146 hreindýr við veginn þann 4. október og líklegt að þau verði þar í nágrenninu a.m.k. næstu vikurnar. Eins og fyrr geta menn búist við hreindýrum nærri flestum vegum á Austurlandi þó hættan sé einna mest á ofangreindum stöðum.
Sjá hlekkinn hér til hægri