Fjölskylduganga í Hólmanesi
Í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá því að Hólmanes var friðlýst sem fólkvangur og friðland býður Náttúrustofa Austurlands og Fjarðabyggð upp á fjölskyldugöngu um svæðið laugardaginn 5. október.
Mæting kl. 9:30 við bílastæðið á Hólmahálsi milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Áætlað er að gangan taki um þrjár klukkustundir.
Um leiðsögn sér Skarphéðinn G. Þórisson sérfræðingur Náttúrustofunnar.
Eru allir velkomnir í afmælisgönguna.