Rostungur á Borgarfirði eystri
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum heimsótti rostungur Borgfirðinga þann 26. september 2013. Spurningar vöknuðu hvort þetta gæti verið sá sami og sást við Skálanes í Seyðisfirði eða rostungurinn á Reyðarfirði sem sást síðan við Jökulsárlónið. Þegar myndir eru bornar saman sést greinilega að hér er þriðji einstaklingurinn á ferð. Þetta var afar spakur brimill samkvæmt Skúla Sveinssyni sem heilsaði upp á hann á Hofstrandarfjöru.
Rostungurinn var horfinn daginn eftir.
Bjarki Björnsson tók nokkrar myndir af honum og veitti Náttúrustofunni góðfúslegt leyfi sitt til að birta þær og er þakkað fyrir það.
Sjá einnig: http://www.borgarfjordureystri.is/heim/moya/news/rostungur-a-borgarfirdi/
Tags: rostungur