Rostungar
Á morgunblaðsvefnum er nú (16.8.2013) frétt um rostung við Breiðamerkurlón. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/08/16/rostungur_i_jokulsarloni/
Þegar hann er borinn saman við rostunginn sem sást á Reyðarfirði fyrr í sumar sést að þar er um sama einstaklinginn að öllum líkindum að ræða, alla vega eru tennur jafn langar og sú vinstri aðeins styttri. Þetta sést þegar bornar eru saman myndir af moggavefnum og myndir sem Kristján Svavarsson tók af Reyðarfjarðarrostungnum.
Þann 22. Júlí sendi Ólafur Örn Pétursson Náttúrustofunni mynd af ungum rostungi í fjörunni við Skálanes. Það er því ljóst að a.m.k. tveir rostungar hafa heimsótt Austfirði í sumar.
Meðfylgjandi eru líka nokkrar myndir teknar af rostungum á Svalbarða.
Tags: rostungur