Styrkveiting Vina Vatnajökulsþjóðgarðs
Þann 4. desember 2013 úthlutaði stjórn Vina Vatnajökulsþjóðgarðs styrk til 22 verkefna. Hæsta styrkinn hlaut Minjasafn Austurlands (Unnur Birna Karlsdóttir) eða sex milljónir til verkefnisins; Hreindýr og menn: Sýning um sambúð manna og hreindýra á Austurlandi.
Önnur verkefni sem styrkt voru og tengjast Austurlandi voru;
Handbók um jarðfræði Austurlands
(Breiðdalssetur - Christa Maria Feucht)
Fræðsluefni um jarðfræði, líffræði og náttúruverndargildi háhitasvæðisins í Kverkfjöllum
(Vatnajökulsþjóðgarður - Rannveig Magnúsdóttir)
Fossar á Austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs (Austurbrú - Guðrún Á. Jónsdóttir)
Náttúrustofa Austurlands óskar ofangreindum styrkþegum kærlega til hamingju með styrkina og mun ekki skorast undan að leggja þeim lið eins og kostur er. Við viljum einnig óska nágrönnum okkar á Höfn til hamingju með þeirra verkefni;
Aldursgreining gróðurleifa við Breiðamerkurjökul
(Náttúrustofa Suðausturlands - Snævarr Guðmundsson)
Náttúrustígur
(Náttúrustofa Suðausturlands - Kristín Hermannsdóttir)
Nánari upplýsingar um styrki vina Vatnajökuls má finna á; http://www.vinirvatnajokuls.is/styrkir/