Merkt sanderla á Héraðssandi
Þann 10. ágúst sá starfsmaður Náttúrustofu nokkrar sanderlur á Héraðssandi og var ein merkt. Sanderlur eru umferðarfuglar á Íslandi, millilenda hér, aðallega þó á Vesturlandi á leið sinni til og frá varp- og vetrarstöðvum. Mynd af merkta fuglinum var send á Náttúrufræðistofnun sem kom upplýsingunum áleiðis. Í dag bárust upplýsingar um fuglinn. Hann var merktur í Portúgal þann 6. nóvember 2012, sást í sama landi 13. febrúar í vor og svo á Héraðssandi 10. ágúst.
Þeir sem rekast á merkta fugla er hvattir til að koma upplýsingum um þá til Náttúrustofunnar sem kemur þeim áfram og síðan fá menn upplýsingar um merkingarstað og merkjanda.
.