Blómadagurinn næstkomandi sunnudag.
Sunnudaginn 14.júní 2009 verður gönguferð með blómaskoðun.
Neskaupstaður: Mæting á bílaplaninu við fólkvanginn (hjá vitanum) klukkan 10:00
Leiðsögn: Erlín Emma Jóhannsdóttir og Gerður Guðmundsdóttir
Í fólkvanginum er mikil og fjölbreytni tegunda og gróðurlendi víða gróskumikil. Einkennisjurtir Austfjarða, sjöstjarna,gullsteinbrjótur, maríuvöttur og bláklukka vaxa þar allar. Í ferðinni verður einnig litið eftir sjaldséðum tegundum eins og þúsundblaðarós, hagastör, skógfjólu og lyngbúa.
Egilsstaðir: Mæting á gatnamótum Seyðisfjarðarvegar og Fagradalsbrautar kl. 9:30.
Gengið verður um Egilsstaðaskóg innan vegar og blæöspin skoðuð. Síðan gengið að Löngutjörn, inn fyrir hana, út Hamra og endað við útsýnisskífu undir hádegi. Leiðsögn: Skarphéðinn Þórisson.
Fáskrúðsfjörður: Mæting við Hólagerði kl. 19:00. Leiðsögn: Líneik Anna Sævarsdóttir.
Skipulagt af flóruvinum í samvinnu við ýmsa aðila.
Allir velkomnir.
Tags: gróður, plöntur, blómadagurinn, blóm