Vorperla (Draba verna)
Þann 24. október 2016, þriðja vetrardag veitti starfsmaður NA lítilli plöntu athygli sem var í blóma í um 200 m h.y.s. á Norður-Héraði. Ekki er algengt að sjá plöntur með blómum svo seint á árinu og sérstaklega ekki þegar kominn er vetur og í þessari hæð. En eindæma veðurblíða hefur verið víða um land þetta haustið og fátt sem minnir á að veturinn sé genginn í garð.
Eftir talsverðar vangaveltur var niðurstaðan sú að um vorperlu (Draba verna) væri að ræða sem hefur takmarkaða útbreiðslu á Íslandi. Þá var hún staðfest í nýjum reit. Á vef Flóru Íslands má lesa meira um vorperlu.
Gamla ættkvíslarheiti hennar var Erophila, þýðir sú sem ann vorinu (eða kennt við grasafræðinginn Jordan Erophila) og verna vísar til þess að hún blómstrar á vorin og því kemur þetta enn meir á óvart. Enska nafnið Whitlow grass vísar til lækningamáttar hennar geng naglrótarbólgu.