Vinalegir trjágeitungar
Fyrstu trjágeitungsbúin á Íslandi fundust m.a. á Neskaupstað 1982. Margir óttast þessa iðjusömu nýbúa en þó eru til undantekningar á því. Á Egilsstöðum búa Þórhallur Þorsteinsson og Dagný Pálsdóttir en í garði þeirra voru a.m.k. tvö trjágeitungsbú í sumar, annað undir sólpalli og hitt í gróðurhúsi. Gagnkvæm virðing ríkir í þessu sambýli og segir Þórhallur að hann hafi mikið yndi af því að fylgjast með þessum vinum sínum sem aldrei hafa svo mikið sem reynt að stinga hann.
Nú styttist í að búin leysist upp og drottningarnar leggist í dvala og sofi til næsta vors. Nánar má lesa um þessa smávini fögru á http://www.ni.is/poddur/nattura/poddur/nr/977
Tags: skordýr