Í Berufirði
Starfsmenn Náttúrustofu Austurlands fóru í síðastliðinni viku í Berufjörð og tóku sjó- og botnsýni við fiskeldi þar. Skipstjóri ferðarinnar og eigandi bátsins var Brynjólfur Einarsson. Sjósýni voru tekin á flöskur en botnsýni voru tekin með greip sem fest var í línu og látin síga niður á hafsbotn. Við áreksturinn við botninn lokast greipin og þannig fæst sýnishorn af lífi hafsbotnsins og ólífrænu umhverfi þess. Náttúrustofa þakkar Brynjólfi aðstoðina.