Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Farið í Kringilsárrana

Komið á land í Kringilsárrana.Dagana 7.-8. ágúst fóru starfsmenn Náttúrustofu Austurlands í ferð upp í Kringilsárrana. Sú ferð var liður í verkefni sem Náttúrustofan vinnur að beiðni Landsvirkjunar

og felur í sér vöktun mögulegra breytinga á gróðri sem kunna að verða í Kringilsárrana, á Vesturöræfum og Fljótsdalsheiði í kjölfar myndunar Hálslóns.

Farið var í fyrstu ferðina upp í Kringilsárrana í þessum tilgangi sumarið 2006, áður en lónið var fyllt og ferðin sem farin var í ár var sú næsta í röðinni.

 

Til þess að komast upp í Kringilsárrana var siglt yfir lónið og til þess var fenginn að láni bátur Björgunarsveitarinnar Jökuls. Náttúrustofa Austurlands þakkar Sindra Sigurðssyni frá Aðalbóli kærlega fyrir lánið á bátnum og góða þjónustu. Þegar komið var upp í ranann heimsóttu starfsmenn stöðvar sem settar höfðu verið út í fyrri ferð og mældu þar dýpt jarðvegs og hæstu meðalhæð gróðurs, greindu háplöntur til tegunda og mátu þekju gróðurs. Auk þess skráðu starfsmenn niður ummerki þeirra dýra sem nýta svæðið. Hugleiðingar um beit og fjölda heiðagæsa og hreindýra í Kringilsárrana má finna hér.
Um nóttina var gist í Laugarfelli þar sem starfsmenn fengu dýrindis mat, hvíldu lúin bein í heitri laug og höfðu það náðugt. Ferðin þótti einstaklega vel heppnuð og verða niðurstöður rannsóknarinnar gefnar út í apríl á næsta ári.

Samvinna Gróðurþekja var metin og háplöntur greindar til tegunda á föstum reitum.Nærmynd tekin af plöntu. Stundum þurfti að rýna rækilega í plönturnar til að greina þær.Jarðvegsdýpt mæld með þar til gerðri stöng.Hæð gróðurs mæld með tommustokk.Reitirnir voru misgróðursælir.Víðfeðm votlendi í rananum.

Tags: vöktun, gróður

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir