Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Farið í Kringilsárrana

Komið á land í Kringilsárrana.Dagana 7.-8. ágúst fóru starfsmenn Náttúrustofu Austurlands í ferð upp í Kringilsárrana. Sú ferð var liður í verkefni sem Náttúrustofan vinnur að beiðni Landsvirkjunar

og felur í sér vöktun mögulegra breytinga á gróðri sem kunna að verða í Kringilsárrana, á Vesturöræfum og Fljótsdalsheiði í kjölfar myndunar Hálslóns.

Farið var í fyrstu ferðina upp í Kringilsárrana í þessum tilgangi sumarið 2006, áður en lónið var fyllt og ferðin sem farin var í ár var sú næsta í röðinni.

 

Gróðurvöktunarreitir heimsóttir

Nýverið fór starfsmaður Náttúrustofunnar með Sigurði H. Magnússyni hjá Náttúrufræðistofnun Íslands í rannsóknarleiðangur um Úthérað. Þar eru gróðurvöktunarreitir sem Náttúrufræðistofnun setti út og hefur vaktað frá árinu 2006. Tilgangur vöktunarinnar er að kanna áhrif vatnsborðsbreytinga í Jökulsá á Dal og Lagarfljóti vegna Kárahnjúkavirkjunar á gróður. Núna í ágúst voru allir reitirnir heimsóttir og sams konar úttekt og í byrjun vöktunarinnar framkvæmd.

 

 

  

Náttúrufræðileg úttekt á Skúmey

skumeyNú í sumar tók Náttúrustofa Austurlands þátt í fjórum leiðöngrum í Skúmey á Breiðamerkurlóni undir stjórn Náttúrustofu Suðausturlands auk fulltrúa frá Vatnajökulsþjóðgarði og Fuglaathugunarstöðvarinnar á Suðausturlandi. Tilgangurinn var náttúrufræðileg úttekt á eynni en ekki hvað síst að slá tölu á helsingjahreiður en stórt helsingjavarp var í Skúmey í vor. Hlutverk Náttúrustofu Austurlands var að koma þar af stað gróðurvöktun.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir