Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Náttúrufræðileg úttekt á Skúmey

skumeyNú í sumar tók Náttúrustofa Austurlands þátt í fjórum leiðöngrum í Skúmey á Breiðamerkurlóni undir stjórn Náttúrustofu Suðausturlands auk fulltrúa frá Vatnajökulsþjóðgarði og Fuglaathugunarstöðvarinnar á Suðausturlandi. Tilgangurinn var náttúrufræðileg úttekt á eynni en ekki hvað síst að slá tölu á helsingjahreiður en stórt helsingjavarp var í Skúmey í vor. Hlutverk Náttúrustofu Austurlands var að koma þar af stað gróðurvöktun.

 

Í fyrstu ferðinni í lok maí voru fjórir 100 fermetra reitir afmarkaðir og þeir síðan heimsóttir aftur mánuði síðar, þá var gróður greindur og þekjumældur. Í lok júlí var síðan haldið í þriðju ferðina, mikil breyting hafði orðið á milli mánaða og þá mátti sjá plöntutegundir sem ekki höfðu sést í fyrri ferðum, líklega vegna beitar í júní. Þann 1. september var síðan haldið í fjórðu og síðustu ferðina þetta árið, þá var farið yfir reitina og fyrri úttektir staðfestar.

Tags: gróðurvöktun, helsingjar, vöktun, gróður

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir