Náttúrufræðileg úttekt á Skúmey
Nú í sumar tók Náttúrustofa Austurlands þátt í fjórum leiðöngrum í Skúmey á Breiðamerkurlóni undir stjórn Náttúrustofu Suðausturlands auk fulltrúa frá Vatnajökulsþjóðgarði og Fuglaathugunarstöðvarinnar á Suðausturlandi. Tilgangurinn var náttúrufræðileg úttekt á eynni en ekki hvað síst að slá tölu á helsingjahreiður en stórt helsingjavarp var í Skúmey í vor. Hlutverk Náttúrustofu Austurlands var að koma þar af stað gróðurvöktun.