Flækingur á Dalatanga
Þann 15. mars síðastliðinn sá Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir á Dalatanga Hagaskvettu Saxicola rubicola í útihúsi á bænum og tók hún þessar myndir þar.
Hagaskvetta er smár spörfugl sem er algengur varpfugl í Evrópu en er sjaldgæfur flækingar hérlendis. Flestar tilkynningar hafa borist um hana að vori. Hagaskvettan sem sást á Dalatanga virðist vera fullorðinn karlfugl, en þeir eru með dökkann haus og áberandi hvíta skellu undir kinn samanborið við ljósara höfuð kvenfugls.