Ungir vísindamenn
Dagana 24.-28. júní 2024 var haldið náttúrufræðinámskeið á Mjóeyri á Eskifirði í tengslum við Gönguvikuna í Fjarðarbyggð. Náttúrustofa Austurlands og Ferðaþjónusta Mjóeyrar hafa haldið utan um námskeiðið undanfarin ár. Að þessu sinni tóku alls 8 galvaskir krakkar þátt sem skoðuðu og fræddust um hinar ýmsu hliðar náttúrunnar, m.a. fugla, plöntur og smádýr af ýmsum stærðum í bæði fjöru og ferskvatni. Einstaklingar eru aldrei betri vísindamenn heldur en einmitt á þessum aldri og hópurinn var bæði fjörugur og áhugasamur. Náttúrustofa Austurlands þakkar þátttökuna.