Óskum Guðrúnu til hamingju
Þann 11. júní sl. varði Guðrún Óskarsdóttir, gróðurvistfræðingur hjá Náttúrustofunni, doktorsritgerðina sína "Successes and failures following long-distance dispersal: Dynamics of mountain birch (Betula pubescens ssp. tortuosa) on a glacial outwash plain". Umfjöllunarefni hennar er vistfræði og nýliðun birkistofnsins á Skeiðarársandi og hún byggir á þremur greinum sem fjalla um: þróunarmynstur fyrstu kynslóðar stofnsins í tíma og rúmi (https://doi.org/10.1002/ece3.9430), fræframleiðslu- og gæði (https://doi.org/10.1093/jpe/rtae049) og tilkomu annarrar kynslóðar birkis á sandinum (í birtingarferli).
Guðrún hefur stundað námið af aðlúð samhliða starfi sínu hjá Náttúrustofu Austurlands. Við erum stolt af þessum áfanga og óskum henni til hamingju af öllu hjarta