Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Nýr fundarstaður bogkrabba á Íslandi

Náttúrustofunni barst nýverið fyrirspurn um krabba sem fannst í fjöru við Framnes í Berufirði. Einungis fannst skjöldur dýrsins en þó var hægt með aðstoð sérfræðinga frá Náttúrustofu Suðvesturlands að staðfesta að þarna væri um bogkrabba (Carcinus maenas) að ræða. Þessi fundur er um margt markverður en kannski helst fyrir þær sakir að þetta er austasti fundarstaður bogkrabba á Íslandi. Helstu útbreiðslusvæði bogkrabba hér við land eru í fjörum á suðvestur og vesturlandi (https://fjorulif.is/bogkrabbi/) en þó hefur bogkrabba orðið vart norðan við land og í Lónsfirði (Sindri Gíslason munnlegar upplýsingar).
Það er áhugavert að bogkrabbi finnist á Austfjörðum í kjölfar útbreiðslu breytinga á nákuðungi (Nucella lapillus) á síðustu árum (Skarphéðinn Þórisson óbirt). Samspil þessara tegunda í vistkerfum er vel þekkt, bæði beint afrán bogkrabba á nákuðung en einnig rán-sníkjulífi (e. kleptoparasitism) og samkeppni bogkrabba við nákuðung um fæðutegundir á borð við krækling (Mytilus edulis) (Quinn o.fl. 2012).
Útbreiðsla bogkrabba á heimsvísu hefur breyst mikið og hratt á síðustu áratugum og er tegundin flokkuð sem ágeng víða um heim. Setraðagreiningar erfðaefnis úr bogkröbbum frá mismunandi svæðum í upphafi 21.aldar bentu til að íslenskir bogkrabbar væru runnir af sama stofni, sem bendir til þess að bogkrabbar af öðrum uppruna hafi ekki náð hér fótfestu á þeim tíma (Roman og Palumbi 2004). Í því ljósi væri áhugavert að kanna uppruna einstaklinga sem að finnast á nýjum svæðum. Náttúrustofa Suðvesturlands stendur fyrir söfnun eintaka sem finnast utan áður þekktrar útbreiðslusvæða bogkrabbans á Suður og Vesturlandi (Sindri Gíslason, munnlegar upplýsingar) og viljum við því óska eftir því að verði einhver var við bogkrabba á Austfjörðum að viðkomandi láti vita þannig að hægt sé að afla sýna.
Á undanförnum áratugum hefur fjöldi tegunda sjávarlífvera fundist í strandsjónum við Ísland sem ekki voru þekktar hér áður. Á Náttúrustofu Suðvesturlands er miðstöð fræða framandi sjávarlífvera á landsvísu en þar starfa einu menntuðu sérfræðingar á landinu á þessu sviði. Náttúrustofa Suðvesturlands sér um skráningu og kortlagningu á landnámi framandi sjávarlífvera við Ísland og þá kemur tengslanet og samstarf náttúrustofanna sér vel.
Það var Íris Birgisdóttir á Framnesi sem fann krabbann og hafði samband við stofuna en hún hefur áður reynst okkur haukur í horni og kunnum við henni bestu þakkir fyrir. Við hvetjum um leið alla til að hafa samband við okkur sjái þeir eitthvað í náttúrunni sem að þeir telja að áhugavert og eigi við okkur erindi.

f001922f-4cdc-4934-8684-bf8e403818fa.jpgc2d8e8dd c66c 44ae b800 ced19b7bce87f2c68386 cdfd 4684 bf7e d714c6ca012a

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir