Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Landsvala á flækingi

IMG 5508 landsvala vefurÍ lok apríl fékk Náttúrustofan tilkynningu um Landsvölu á bæ í Norðfirði. Landsvala (Barn Swallow (Hirundo rustica)) er flækingsfugl á Íslandi og sést oftast á sumrin. Hún verpir í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu en flýgur til Suður-Ameríku, Suðurhluta Afríku og suðurhluta Asíu á veturna. Smávaxinn og fimur spörfugl sem veiðir sér til matar á flugi og borðar helst flugur. Starfsmaður stofunnar náði þessari mynd af landsvölunni.

Fugladagurinn 2023

Árlegur fugladagur Náttúrustofu Austurlands og Ferðafélags fjarðamanna var haldinn 29.apríl 2023. Fjaran var óvenju seint og var mæting við Leirurnar á Norðfirði kl 15:00 en við Leirurnar á Reyðarfirði kl.16:00 eða klukkutíma síðar.

Fallegur dagur léttskýjað en svalt og vindur og hitastigið 2-4°C.  Í ár mættu 5 manns á Norðfirði, að starfsmanni Náttúrustofunnar meðtöldum en 7 á Reyðarfirði. Að þessu sinni sáust 24 fuglategundir á Reyðarfirði en 14 tegundir á Norðfirði.
Tegundirnar sem sáust á Reyðarfirði voru: Grágæs, heiðlóa, bjargdúfa, silfurmáfur, hettumáfur, maríuerla, þúfutittingur, skógarþröstur, svartbakur, hrossagaukur, stelkur, urtönd, tjaldur, æðarfugl, stokkönd, sandlóa, hávella, himbrimi, skúfönd, tildra, toppönd, fýll, teista og jaðrakan. Auk þess sást einn landselur.
Á Norðfirði sáust: Grágæs, æðarfugl, hávella, toppönd, tjaldur, sandlóa, sendlingur, tildra, stelkur, hettumáfur, stormmáfur, silfurmáfur, skógarþröstur og heiðlóa.

Ýmsar tegundir eru rétt að mæta á austurlandið um þetta leyti og því hending að þær sjáist í svo stuttri athugun.

101 5343 Reyðarfj

20230429 153927 Norðfj

Grein í tímaritinu "Viruses"

Viruses

Þann 23. janúar birtist í tímaritinu ”Viruses” greinin "A Screening for Virus Infections among Wild Eurasian Tundra Reindeer (Rangifer tarandus tarandus) in Iceland, 2017–2019". Hún er afrakstur samvinnu norskra vísindamanna og Náttúrustofu Austurlands

Rannsóknir hafa sýnt að í íslenskum hreindýrum finnast mun færri sníkjudýr en í Fennóskandinavíu en lítið hefur verið vitað um veirusýkingar í þeim. Þessi rannsókn réði bót á því. Blóðsýnum (281) var safnað með hjálp leiðsögumanna með hreindýraveiðum árin 2017-2019. Einu mótefnin sem fundust voru gegn pestivirus (2 sýni) og MCFV (malignant catarrhal fever viruses) fannst í einu sýni. Þetta var í fyrsta sinn sem mótefni gegn pestivirus finnst í íslenskum hreindýrum en yfir helmingur norskra hreindýra er með hana.

Jóhann Finnur Sigurjónsson ráðinn til Náttúrustofu Austurlands

johannfinnur webJóhann Finnur Sigurjónsson B.Sc. líffræðingur hóf störf á Náttúrustofu Austurlands í byrjun janúar. Jóhann Finnur starfaði áður við Háskólann Hólum sem aðstoðarmaður við fiskeldisrannsóknir og hjá Náttúrufræðistofu Kópavogs við greiningar á smádýrasýnum. Í lokaverkefni sínu við Háskóla Íslands bar hann saman sumar- og vetrarfæðu eyruglu á Íslandi. Við bjóðum Jóhann Finn velkomin til starfa.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir