Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Nýr fundarstaður bogkrabba á Íslandi

Náttúrustofunni barst nýverið fyrirspurn um krabba sem fannst í fjöru við Framnes í Berufirði. Einungis fannst skjöldur dýrsins en þó var hægt með aðstoð sérfræðinga frá Náttúrustofu Suðvesturlands að staðfesta að þarna væri um bogkrabba (Carcinus maenas) að ræða. Þessi fundur er um margt markverður en kannski helst fyrir þær sakir að þetta er austasti fundarstaður bogkrabba á Íslandi. Helstu útbreiðslusvæði bogkrabba hér við land eru í fjörum á suðvestur og vesturlandi (https://fjorulif.is/bogkrabbi/) en þó hefur bogkrabba orðið vart norðan við land og í Lónsfirði (Sindri Gíslason munnlegar upplýsingar).
Það er áhugavert að bogkrabbi finnist á Austfjörðum í kjölfar útbreiðslu breytinga á nákuðungi (Nucella lapillus) á síðustu árum (Skarphéðinn Þórisson óbirt). Samspil þessara tegunda í vistkerfum er vel þekkt, bæði beint afrán bogkrabba á nákuðung en einnig rán-sníkjulífi (e. kleptoparasitism) og samkeppni bogkrabba við nákuðung um fæðutegundir á borð við krækling (Mytilus edulis) (Quinn o.fl. 2012).
Útbreiðsla bogkrabba á heimsvísu hefur breyst mikið og hratt á síðustu áratugum og er tegundin flokkuð sem ágeng víða um heim. Setraðagreiningar erfðaefnis úr bogkröbbum frá mismunandi svæðum í upphafi 21.aldar bentu til að íslenskir bogkrabbar væru runnir af sama stofni, sem bendir til þess að bogkrabbar af öðrum uppruna hafi ekki náð hér fótfestu á þeim tíma (Roman og Palumbi 2004). Í því ljósi væri áhugavert að kanna uppruna einstaklinga sem að finnast á nýjum svæðum. Náttúrustofa Suðvesturlands stendur fyrir söfnun eintaka sem finnast utan áður þekktrar útbreiðslusvæða bogkrabbans á Suður og Vesturlandi (Sindri Gíslason, munnlegar upplýsingar) og viljum við því óska eftir því að verði einhver var við bogkrabba á Austfjörðum að viðkomandi láti vita þannig að hægt sé að afla sýna.
Á undanförnum áratugum hefur fjöldi tegunda sjávarlífvera fundist í strandsjónum við Ísland sem ekki voru þekktar hér áður. Á Náttúrustofu Suðvesturlands er miðstöð fræða framandi sjávarlífvera á landsvísu en þar starfa einu menntuðu sérfræðingar á landinu á þessu sviði. Náttúrustofa Suðvesturlands sér um skráningu og kortlagningu á landnámi framandi sjávarlífvera við Ísland og þá kemur tengslanet og samstarf náttúrustofanna sér vel.
Það var Íris Birgisdóttir á Framnesi sem fann krabbann og hafði samband við stofuna en hún hefur áður reynst okkur haukur í horni og kunnum við henni bestu þakkir fyrir. Við hvetjum um leið alla til að hafa samband við okkur sjái þeir eitthvað í náttúrunni sem að þeir telja að áhugavert og eigi við okkur erindi.

f001922f-4cdc-4934-8684-bf8e403818fa.jpgc2d8e8dd c66c 44ae b800 ced19b7bce87f2c68386 cdfd 4684 bf7e d714c6ca012a

Búrgæra (Trogoderma angustum) í Neskaupstað

Búrgæra (Trogoderma angustum) Í vikunni barst okkar skordýr til greiningar. Það reyndist vera svokölluð búrgæra sem er lítil bjalla (um 3,5 mm) af gærubjallnaætt.
Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands er fjallað um búrgæru og þar segir að hún sé upprunnin frá S-Ameríku og hafi dreifst þaðan sem meindýr til flestra heimsálfa. Hún fannst fyrst á Íslandi í Reykjavík árið 1982 og hefur síðan þá drefist hægt út á land. Eini skráði fundarstaður á Austurlandi er á Eskifirði þar sem hún fannst árið 2013 og nú í Neskaupstað.
Á Íslandi lifir búrgæra eingöngu innanhúss og fullorðnar bjöllur eru á stjá allt árið en oftast flestar frá mars og fram undir mitt sumar. Fullorðnar lirfur nærast ekki en brenna fituforða frá lirfustigi. Lirfurnar nærast á fæðu sem getur verið bæði plöntu- og dýrakyns. Því sækir lirfan í matvöru en getur líka lagt textílvörur og uppstoppuð dýr sér til matar.

Ungir vísindamenn

mynd samsett frett web

Dagana 24.-28. júní 2024 var haldið náttúrufræðinámskeið á Mjóeyri á Eskifirði í tengslum við Gönguvikuna í Fjarðarbyggð. Náttúrustofa Austurlands og Ferðaþjónusta Mjóeyrar hafa haldið utan um námskeiðið undanfarin ár. Að þessu sinni tóku alls 8 galvaskir krakkar þátt sem skoðuðu og fræddust um hinar ýmsu hliðar náttúrunnar, m.a. fugla, plöntur og smádýr af ýmsum stærðum í bæði fjöru og ferskvatni. Einstaklingar eru aldrei betri vísindamenn heldur en einmitt á þessum aldri og hópurinn var bæði fjörugur og áhugasamur. Náttúrustofa Austurlands þakkar þátttökuna.

Merkingaátak sumarsins á skúmum í Húsey á Héraðssandi

Skúmur

 

Náttúrustofa Austurlands lauk í vikunni merkingaátaki sumarsins á skúmum í Húsey á Héraðssandi.

Árangurinn var umfram væntingar, 11 gagnaritar endurheimtust af þeim 19 sem voru settir út í fyrra og 29 fóru út í ár.

Ólíkt síðustu tveimur árum þegar vöktun hófst, var varpið í miklum blóma og flest öll egg klakin eða við að klekjast. Skúmar á Íslandi hafa átt mjög undir högg að sækja og er skúmur ein þriggja hérlendra tegunda sem listaðar eru í bráðri hættu (CR) á válista Náttúrufræðistofnunnar Íslands.

Þetta átak er hluti alþjóðlegs verkefnis, SEATRACK , sem miðar að því að kortleggja útbreiðslu sjófugla úr varpbyggðum umhverfis Norður Atlantshaf.

Niðurstöður úr gagnaritunum eru enn óunnar en hrá-punktar gefa mynd um ferðalög skúma utan varptíma eins og þessi skúmur sem að fór frá Íslandi yfir í Norðursjó seinnipart ágúst, þaðan niður að Norðvesturströnd Afríku í október og svo yfir á Reykjaneshrygg áður í mars áður en hann snéri aftur í Húsey í lok apríl.

Árlegri vöktun á skúm í Húsey er þó ekki lokið enn því enn á eftir að fara að telja unga til að mæla varpárangur, sem gert verður um miðjan júlí. Það er hluti af verkefninu Vöktun Náttúruverndarsvæða sem er samstarfsverkefni Náttúrufræðistofnunar Íslands og náttúrustofa á landinu og var sett á laggirnar að frumkvæði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

 

Allar athugasemdir um að skúmar séu vondir eða ljótir fuglar eru vinsamlegast afþakkaðar, þeir eru nefnilega æðislegir.

Myndir Anouk Fuhrman

7702d543 2443 483c 91e8 70f69076f21f

Rplot01

53c23fd5 f242 417f 851b 356534000c56

 

Óskum Guðrúnu til hamingju

Guðrún ÓskarsdóttirÞann 11. júní sl. varði Guðrún Óskarsdóttir, gróðurvistfræðingur hjá Náttúrustofunni, doktorsritgerðina sína "Successes and failures following long-distance dispersal: Dynamics of mountain birch (Betula pubescens ssp. tortuosa) on a glacial outwash plain". Umfjöllunarefni hennar er vistfræði og nýliðun birkistofnsins á Skeiðarársandi og hún byggir á þremur greinum sem fjalla um: þróunarmynstur fyrstu kynslóðar stofnsins í tíma og rúmi (https://doi.org/10.1002/ece3.9430), fræframleiðslu- og gæði (https://doi.org/10.1093/jpe/rtae049) og tilkomu annarrar kynslóðar birkis á sandinum (í birtingarferli).

 

Guðrún hefur stundað námið af aðlúð samhliða starfi sínu hjá Náttúrustofu Austurlands. Við erum stolt af þessum áfanga og óskum henni til hamingju af öllu hjarta

 

 

 

Guðrún Óskarsdóttir eftir vörn á doktorsverkefni sínu

 

 

Frá Skeiðarársandi

Fugladagurinn 2024

Árlegur fugladagur Náttúrustofu Austurlands og Ferðafélags Fjarðamanna var haldinn laugardaginn 11.maí 2024. Fjaran var að þessu sinni á góðum tíma og að venju var mæting við Leirurnar á Norðfirði kl 9:30 og Leirurnar á Reyðarfirði kl 10:30 eða klukkutíma síðar.

Veðrið á Norðfirði var með besta móti, sól og ágætlega hlýtt en hvessti örlítið eftir því sem leið á morguninn og dró þá ský fyrir sólu. Á Reyðarfirði var breytileg gola og skýjað og hiti í kringum 8°C.

Í ár mættu fjórir einstaklingar á Reyðarfirði en átta á Norðfirði auk starfsfólks frá Náttúrustofunni. Fjöldi tegunda sem sást að þessu sinni voru alls 32 fuglategundir á Reyðarfirði en 26 á Norðfirði.

Á Reyðarfirði: grágæsir, skúfendur, bjargdúfur, hettumáfar, stelkar, hrossagaukar, heiðlóur, jaðrakan, kríur, skógarþrestir, hrafnar, maríuerlur, stokkendur, urtönd, sandlóur, rauðhöfðaendur, tjaldar, spóar, silfurmáfur, tildrur, súla, teistur, æðarfuglar, straumendur, sendlingar, hávellur, fýlar (múkkar), svartbakar, toppendur, bjartmáfar, lóuþrælar og auðnutittlingur.
Á Norðfirði: Heiðagæsir, grágæsir, rauðhöfðaendur, stokkendur, æðarfuglar, straumendur, hávellur, toppendur, tjaldar, sandlóur, spóar, jaðrakan, stelkar, tildrur, lóuþrælar, sendlingar, kjói, hettumáfar, silfurmáfar, hvítmáfar, kríur, lómar, fýll (ótalinn), hrafn, maríuerla, þúfutittlingur

 Fugladagurinn

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir