Sviðsstjóri hreindýrarannsókna
Hálfdán Helgi Helgason hefur verið ráðinn sviðsstjóri hreindýrarannsókna hjá Náttúrustofu Austurlands. Hálfdán hefur starfað sem vistfræðingur á Náttúrustofunni síðan 2019. Hans meginverkefni hafa verið á sviði fuglarannsókna og nú undanfarið stofnrannsóknir á grágæsum á Íslandi auk annara veiðitegunda, í samstarfi við erlenda og innlenda aðila. Hann hefur jafnframt komið að hreindýratalningum og úrvinnslu hreindýragagna.
Ljósmynd: Hálfdán ásamt Páli Leifssyni við GPS merkingar á grágæs