Gróðurframvinda í lúpínubreiðum á Austurlandi
Þann 25. maí tók Náttúrustofan þátt í fyrirlestraröð sem Skriðuklaustur, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Austurlandi og fleiri stofnanir standa fyrir. Í þetta sinn fjallaði Guðrún Óskarsdóttir, plöntuvistfræðingur, um rannsókn á gróðurframvindu í lúpínubreiðum á Austurlandi. Við þökkum fyrir tækifærið til að kynna þessar niðurstöður og góðar umræður í kjölfarið.
Til að hlusta á upptöku af viðburðinum má smella hér. viðburðurinn hefst á mínútu 7.
Skýrslu um rannsóknina má lesa með því að smella hér.
Að lokum má nálgast skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands, sem þessi rannsókn byggði á, hér.