Herfugl á Egilsstöðum
Laugardaginn 21. október bárust fréttir af Herfugli (Upupa epops) á Egilsstöðum. Herfuglar hafa heimkynni um Evrópu, Asíu og norður Afríku. Þeir eru með langann og mjóann gogg, áberandi kamb á höfðinu, hvít- og svart röndótt bak og eru auðgreindir á flugi vegna breiðra vængja og sérkennilegs fluglags. Ekkert sást meir til fuglsins svo vitað sé síðan á laugardag þar til þriðjudagsins 24. október þegar hann gladdi starfsmann náttúrustofunnar sem var við göngu í Fellabæ. Þar flaug hann um bæinn og stillti sér prúður fyrir framan myndavélina. Herfuglar eru fremur sjaldgæfir flækingar á Íslandi og því afar skemmtilegt að rekast á einn hér á svæðinu.
Gaman væri að heyra frá fólki ef það rekst á hann.
Myndirnar tók Indriði Skarphéðinsson