Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Kolefnisflæði og forði mældur í Norðfirði

Mælibúnaðurinn sem var notaður. Kúpullinn (e. chamber) mælir flæði CO2 úr jarðvegi og mælirinn til hægri mælir raka og hita jarðvegs.

Mælibúnaðurinn sem var notaður. Kúpullinn (e. chamber) mælir flæði CO2 úr jarðvegi og mælirinn til hægri mælir raka og hita jarðvegs.

Sumarið 2022 fór af stað vöktunarverkefni á Austurlandi við mælingar á kolefnisforða og -flæði úr jarðvegi og heldur verkefnið áfram nú í sumar. Verkefnið er unnið í samstarfi við Landgræðsluna sem útveguðu mælibúnað sem mælir bæði bindingu og losun CO2 úr jarðvegi. Markmið verkefnisins er að mæla kolefnisforða ásamt CO2 flæði á fjórum stöðum í svipuðu gróðurlendi og er verkefnið hluti af stærra verkefni á landsvísu. Þrír mælingarstaðir eru inn í Fannardal og einn fyrir ofan byggðina í Neskaupstað. Yfir sumartímann frá lok maí til byrjun september er mælt vikulega á öllum svæðum og síðan hálfsmánaðarlega út október. Með þessum mælingum verður hægt að áætla heildarlosun eða binding með nokkuð góðri vissu sem kemur til með að nýtast á landsvísu til að ná árangri í loftslagsmálum.

 

Horft til norðurs yfir mælingarsvæðið fyrir ofan byggð í Neskaupstað. Glöggir sjá glitta í appelsínugult flagg sem markar um staðsetningu mælistaðar.

Horft til norðurs yfir mælingarsvæðið fyrir ofan byggð í Neskaupstað. Glöggir sjá glitta í appelsínugult flagg sem markar um staðsetningu mælistaðar.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir