Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Heimsókn á vetrarbeitarsvæði hreindýra á Harðangursheiði

20160813 192452Þrír starfsmenn Náttúrustofu Austurlands fóru til Noregs um miðjan ágústmánuð til að kynna sér vinnuaðferðir og skipulag við langtímarannsóknir á vetrarbeitarsvæðum villtra hreindýra á Harðangursheiði. Rannsóknin, sem snýr að samspili hreindýra og flétta, er unnin af starfsmönnum NINA (Norsk institutt for naturforskning), þeim Olav Strand og Erling Solberg. Auk þess að kynnast vetrarbeitarsvæðum hreindýra á Harðangursheiði og vinnuaðferðum NINA fékk starfsfólk Náttúrustofunnar innsýn í þátttöku hreindýrarannsakenda og þeirra sem nýta hreindýrin. Þar eru helst ferðaþjónustuaðilar, veiðimenn og landeigendur í skipulagsferlum og ákvarðanatöku vegna framkvæmda við stíflumannvirki þar sem mikil áhersla er lögð á að lágmarka neikvæð áhrif á hreindýr. Vinnudagarnir voru langir en ferðin var afar lærdómsrík.

Tags: hreindýr

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir