Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

1922 Hlíðarenda

1922 HlíðarendaHlíðarenda hætti að senda 7.1.2011. Boð komu frá framleiðenda tækisins um að rafmagn væri orðið lítið. Þann 2. febrúar var farið í Jökuldalsheiðina. Hlíðarenda fannst í hópi austan og innan Hlíðarenda. Í hópnum 12 hyrndar kýr, 16 kálfar og 3 veturgamlir tarfar.
Sjá  fréttina í heild sinni með því að smella  hér.

Áhrif orkuvinnslu á hreindýrastofninn

HreindýrFöstudagur 4.mars kl 15:30 í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum.
Opinn fundur og allir velkomnir.

Landsvirkjun efnir til fundar þar sem kynntar verða niðurstöður vöktunar og rannsókna á hreindýrastofninum á starfstíma Kárahnjúkavirkjunar. Á næsta ári hafa rannsóknir staðið yfir í áratug eftir að virkjunin tók til starfa og nú þarf að ákveða hvort og með hvaða hætti áframhaldandi vöktun fer fram.  Á myndinni hér fyrir neðan má sjá dagskrá fundarins.

Dagskrá

 

Eyrnamerking hreinkálfa

Sævar Guðjónson á Eskifirði hefur merkt þó nokkra kálfa fyrir NA í gegnum árin. Þennan kálfa "kvígu" merkti hann í Hraundal í Loðmundafirði 21. maí 2020.Auk þess að kortleggja burðarsvæði Snæfellshjarðar hefur Náttúrustofa Austurlands komið að eyrnamerkingum og utanumhald merkinga á hreinkálfum. Frá 1980 hefur stofan haldið utan um merkingar á 136 kálfum og einstaka dýri sem losað var úr sjálfheldu. Til að slíkar merkingar geti gefið upplýsingar um ferðir og svæðisnotkun hreindýra þurfa dýrin að sjást sem oftast aftur og tilkynningar um það þurfa að berast Náttúrustofu Austurlands. Fyrstu árin bárust ekki margar tilkynningar um merktu dýrin (endurheimtur) en smám saman varð almenningur duglegri að tilkynna um merkt dýr auk þess sem aðgengi og umferð um landið hefur aukist. Þótt fá dýr hafi verið merkt með þessum hætti eftir 2004 (64 dýr) hafa endurheimtur verið 72% og gefið mikilvægar upplýsingar um farleiðir, flakk dýra milli veiðisvæða og almenna svæðisnotkun þeirra.

Sævar Guðjónson á Eskifirði hefur merkt þó nokkra kálfa fyrir NA í gegnum árin. Þessa tvo kálfa merkti hann í Hraundal í Loðmundafirði 21. maí 2020.

Sævar Guðjónson á Eskifirði hefur merkt þó nokkra kálfa fyrir NA í gegnum árin. þennan kálf " tarf" merkti hann í Hraundal í Loðmundafirði 21. maí 2020.

 

Hætt við að hreintarfar ánetjist á fengitíma

IMG 8899xNáttúrustofa Austurlands fagnar framtaki Náttúruverndarsamtaka Austurlands að berjast gegn ónýtum girðingum. Á heimasíðu þeirra (http://www.nattaust.is/)  segir eftirfarandi:
“NAUST fékk styrk frá Umhverfisráðuneytinu til að standa straum af hvatningarátaki á starfssvæði sínu til að fjarlæga ónýtar girðingar.  Átakinu er ætlað að beina sjónum að þeim hættum sem stafa af ónýtum girðingum sem og því lýti sem þær eru í landslaginu.”
Flest ár fréttir Náttúrustofan af einu eða fleiri hreindýrum sem drepast í girðingum eða öðrum vír. Einna verst er þetta um fengitímann þ.e. seinni hluta september og október. Þá stanga tarfarnir ýmislegt sem fyrir þeim verður þ.a.m. ónýtar girðingar sem vilja festast í hornum þeirra. Ef það gerist geta þeir svo „veitt“ aðra tarfa í erjum við þá. Samfastir eiga þeir sér ekki lífs von. Reyndar á þetta við um allan vír sem liggur á víðavangi og þannig veiddi símavír sem lá á jörðinni í Loðmundarfirði nokkra tarfa í gegnum tíðina og eitt sinn hröpuðu tveir rígfullorðnir samfastir tarfar fram af sjávarklettum utan við Stakkahlíð (1. mynd).
Fyrir nokkrum árum festist veturgamall tarfur í aflagri túngirðingu í Arnórsstaðamúla. Sem betur fer sást til hans og tókst að losa hann (2.-4. mynd). Þetta var ekki í fyrsta sinn sem sú girðing „veiddi“ hreintarfa. Náttúrustofan hefur skorað á sveitarfélagið að sjá til þess að sú girðing  verði fjarlægð og var vel tekið í það. Munum við reyna að leggja verkefninu lið með því að tilkynna um aflagðar og ónýtar girðingar svo og annað drasl sem verða á vegi okkar og geta verið dauðagildrur fyrir hreindýr.

 

Heimsókn á vetrarbeitarsvæði hreindýra á Harðangursheiði

20160813 192452Þrír starfsmenn Náttúrustofu Austurlands fóru til Noregs um miðjan ágústmánuð til að kynna sér vinnuaðferðir og skipulag við langtímarannsóknir á vetrarbeitarsvæðum villtra hreindýra á Harðangursheiði. Rannsóknin, sem snýr að samspili hreindýra og flétta, er unnin af starfsmönnum NINA (Norsk institutt for naturforskning), þeim Olav Strand og Erling Solberg. Auk þess að kynnast vetrarbeitarsvæðum hreindýra á Harðangursheiði og vinnuaðferðum NINA fékk starfsfólk Náttúrustofunnar innsýn í þátttöku hreindýrarannsakenda og þeirra sem nýta hreindýrin. Þar eru helst ferðaþjónustuaðilar, veiðimenn og landeigendur í skipulagsferlum og ákvarðanatöku vegna framkvæmda við stíflumannvirki þar sem mikil áhersla er lögð á að lágmarka neikvæð áhrif á hreindýr. Vinnudagarnir voru langir en ferðin var afar lærdómsrík.

Hornavöxtur

Hreindýr við ArnheiðarstaðiNý horn vaxa á hreindýrum hvert ár. Fyrstir eru fullorðnir tarfar en hjá þeim birtast hnýflar í aprílbyrjun. Fróðlegt er að skoða hvort hornavöxturinn er misjafn á milli ára og jafnvel svæða. Á meðfylgjandi myndum eru fullorðnir tarfar þann 12. apríl við Arnheiðarstaði í Fljótsdal komnir með þokkalega hornstubba.

 

Hreindýrafígúrur

HreindýrafígúrurHreindýrin eru notuð í æ ríkari mæli sem einkenni Austurlands. Hreindýrafígúra skreytir margar auglýsingar, hreindýr taka á móti flugfarþegum á Egilsstöðum, Sprettur sporlangi var einkennisdýr landsmóts ÚÍA, hreindýrasetur er á Skjöldólfsstöðum og hreindýraskilti eru víða við þjóðvegi Austurlands. Á Djúpavogi má sjá hreindýr gert úr hornum. Unnur Malmquist Jónsdóttir tók mynd af listamanninum Skúla Benediktssyni þann 17. júní og veitti Náttúrustofunni leyfi til að nota hana. Einnig fylgja með nokkrar fótósjoppaðar útgáfur af hreintarfi Skúla.

 

 

 

 

Hreindýrafréttir í maí 2015

kusa og kalfur nidri i v horniBurður hafinn: Kýr bar á Hvolsmónum inn af Bakkagerði þann 8. maí (Skúli Sveinsson), afkvæmi og móður heilsaðist vel þegar þau voru heimsótt þann 10. maí. Sveinn Ingimarsson símar 9. maí og segir frá kýr og nýbornum kálfi stutt austan við Vopnafjarðarvegamót í Jökuldalsheiði þá um morguninn. Með henni voru nokkrir tugir kúa. Um mánaðarmótin sá hann 20-30 kýr á Snæfellsnesi við Eyjabakka.

 

 

 

 

 

Hreindýrahræ undir Ufsum í Selárdal

                                                    

HreindýrahræHræ undir Ufsum í Selárdal – vettvangskönnun 25. september 2015
Skarphéðinn G. Þórisson

Eftir ábendingar frá Eiríki Skjaldarsyni um að hjörð hreindýra hefði farist í Selárdal var hringt í Sigmund Steingrímsson 21.9.2015. Samkvæmt honum voru hræin á Litlu Ufs upp undir Ufsum um 1 km utan við Sauðá. Karl bróðir hans rakst á hauginn þann 18. september. Taldi 17 og þá var eitthvað eftir. Ljóst að þau voru frá í vetur því þau voru ekki þarna í fyrra. Sigmundur ímyndar sér að dýrin hafi hrakist fram af klettum í aftakaveðri og drepist þar í fönn/snjóflóði. Í fyrrahaust var gríðarstór hópur fyrir ofan Hróaldsstaði.

Hreindýri smalað á Austurafrétti sunnan Dettifoss

A reindeer wispher (2)Daði Lange Friðriksson hafði samband við Náttúrustofu Austurlands og sagði frá hreindýri sem fylgdi ánum er menn voru að smala þann 2. september síðast liðinn í Austurfjöllum suður af Dettifossi. Frétt um það birtist síðan í Morgunblaðinu; http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/09/06/hreindyr_birtist_ovaent_med_fenu/
Í 65.-66. hefti tímaritsins Glettings sem helgaður var 20 ára afmæli Náttúrustofu Austurlands er grein um hreindýr sem leitað hafa út fyrir hefðbundið útbreiðslusvæði á Austurlandi síðustu 100 árin. Þar er m.a. sagt frá kálfi sem sást í Hólmatungum í fyrrahaust. Hugsanlega er hér um sama dýrið að ræða.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Hreindýri smalað á Austurafrétti sunnan Dettifoss

A reindeer wispher (2)Daði Lange Friðriksson hafði samband við Náttúrustofu Austurlands og sagði frá hreindýri sem fylgdi ánum er menn voru að smala þann 2. september síðast liðinn í Austurfjöllum suður af Dettifossi. Frétt um það birtist síðan í Morgunblaðinu; http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/09/06/hreindyr_birtist_ovaent_med_fenu/
Í 65.-66. hefti tímaritsins Glettings sem helgaður var 20 ára afmæli Náttúrustofu Austurlands er grein um hreindýr sem leitað hafa út fyrir hefðbundið útbreiðslusvæði á Austurlandi síðustu 100 árin. Þar er m.a. sagt frá kálfi sem sást í Hólmatungum í fyrrahaust. Hugsanlega er hér um sama dýrið að ræða.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Hreinkýr bera á láglendi

Hópur kúa og kálfa í Þóriseyjum 27. júní 2012Annars slagið bera hreinkýr á láglendi og ganga þá oft sumarlangt einar en sameinast ekki í stórar hjarðir eins og þær flesta gera inn á heiðum og upp til fjalla (1. mynd. Hópur kúa og kálfa í Þóriseyjum 27. júní 2012) . Ein slík kýr er nú út á Héraðssandi (2.-3. mynd). Vorið 2008 bar kýr stutt utan við Mýnes í Eiðaþinghá (4. mynd).

 

 

Hreinkýrin Pálína í heimsókn

Pálína ljósmynd: Atli B. EgilssonEskfirðingurinn Atli B. Egilsson tók myndir af eyrnamerktu hreindýri við Hólma í Reyðarfirði 3. febrúar síðast liðinn.  Hann veitti Náttúrustofu Austurlands góðfúslegt leyfi til að birta þær með þessari frétt.

Vorið 2013 stóð Náttúrustofan og Sævar Guðjónsson fyrir leiðangri í Mjóafjörð til að merkja kálfa. Sagt var frá ferðinni í eftirfarandi frétt:

Kálfamerkingaleiðangur Náttúrustofu Austurlands í Mjóafjörð

 

Hreinninn Hjörtur í Berufirði

Hreinninn HjörturSíðast liðið haust losaði Hjörtur Kjerúlf hreintarf úr girðingu í Flatarheiði. Rúnar Snær Reynisson myndaði það og er hægt að skoða það hér

Kortlagning NA á burðarsvæðum Snæfellshjarðar 2020

Hreinkýr, vetrungar og sprækir kálfar 22.maí 2020 við Djúpavatn í MiðfjarðarheiðiBurðartími hreindýra er að renna sitt skeið á enda þetta árið. Árleg burðarkortlagning Snæfellshjarðar lauk  sunnudaginn 24.maí síðastliðinn, með flugi yfir Brúaröræfi og Jökuldalsheiði. Frá 2005 hefur  Náttúrustofa Austurlands kortlagt burðarsvæði Snæfellshjarðar til að fá mynd af þeim og framgangi burðar í ólíkum árum. Svæðin eru kortlögð úr flugvél með því að staðsetja og mynda alla séða kúahópa á Snæfellsöræfum, Jökuldalsheiði, Fljótsdalsheiði og á heiðum norðvestan Vopnafjarðar. Í ár voru flognir um 2251km. Flugið tók um 15 klst og staðsettir voru um 76 hópar með frá einu og upp í um 50 fullorðnu dýri auk kálfa í hverjum hóp. Dreifing kúa á burðartíma fer að einhverju leiti eftir snjóalögum. Í snjóþyngri árum eins og nú virðast kýr dreifðar um stærra svæði og bera frekar á svæðum sem liggja lægra yfir sjó.



 

Landinn fjallar um hreindýr.

HreindýrÍ Landanum í gærkvöldi mátti sjá umfjöllun um hreindýr. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Skarphéðinn G. Þórisson hreindýrasérfræðing og starfsmann Náttúrustofu Austurlands um dýrin og þær rannsóknir sem í gangi eru.

Umfjöllun Landans má sjá á vefsíðu RÚV eða með því að smella hér

Leyft að veiða 1001 hreindýr

HreindýrLeyft verður að veiða 1.001 hreindýr á næsta veiðitímabili,
Það er nokkru færri hreindýr en leyft var að veiða í fyrra en þá var leyft að veiða 1.272 dýr.
Tarfaveiði verður heimil frá 15. júlí til 15. september að báðum dögum meðtöldum.  Fram til 1. ágúst má ekki veiða tarfa sem eru í fylgd með kúm eða ef veiðarnar trufla kýr og kálfa. Ekki má veiða veturgamla tarfa.
Veiði á kúm stendur frá 1. ágúst til 20. september að báðum dögum meðtöldum. Óheimilt verður að veiða hreindýrskálfa, líkt og í fyrra. sjá nánar á vefnum hreindyr.isog til að komast beint inn á töflu um skiptingu dýra á svæði má smella hér.

 

Náttúrustofa Austurlands í samstarfi við Vegagerðina varar vegfarendur á Austurlandi við mikilli umferð hreindýra

Hreindýr á vegumHreindýr hafa valdið hættu á vegum undanfarið og vill Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur sérstaklega við þremur svæðum þar sem hættuástand hefur verið viðvarandi: Á Hárekssstaðaleið, á Fagradal og í Lóni. Mikilvægt er að vegfarendur geri sér grein fyrir að hreindýrin geta þvælst víðar um vegi Austurlands. Ástandið er verst þegar hálka er á vegum í myrkasta skammdeginu.

Hér til vinstri má sjá hlekk inn á kort af hættulegum svæðum - kortið verður uppfært eftir því sem við á.

  • 1
  • 2

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir