Náttúrustofa Austurlands í samstarfi við Vegagerðina varar vegfarendur á Austurlandi við mikilli umferð hreindýra
Hreindýr hafa valdið hættu á vegum undanfarið og vill Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur sérstaklega við þremur svæðum þar sem hættuástand hefur verið viðvarandi: Á Hárekssstaðaleið, á Fagradal og í Lóni. Mikilvægt er að vegfarendur geri sér grein fyrir að hreindýrin geta þvælst víðar um vegi Austurlands. Ástandið er verst þegar hálka er á vegum í myrkasta skammdeginu.
Hér til vinstri má sjá hlekk inn á kort af hættulegum svæðum - kortið verður uppfært eftir því sem við á.
Tags: hreindýr