Hreindýrafréttir í maí 2015
Burður hafinn: Kýr bar á Hvolsmónum inn af Bakkagerði þann 8. maí (Skúli Sveinsson), afkvæmi og móður heilsaðist vel þegar þau voru heimsótt þann 10. maí. Sveinn Ingimarsson símar 9. maí og segir frá kýr og nýbornum kálfi stutt austan við Vopnafjarðarvegamót í Jökuldalsheiði þá um morguninn. Með henni voru nokkrir tugir kúa. Um mánaðarmótin sá hann 20-30 kýr á Snæfellsnesi við Eyjabakka.
Mjóafjarðarkýr: 75 dýr voru við Fagradalsá við Mjóafjarðarafleggarann þann 9. maí. Þetta voru 39 hyrndar og 7 kollóttar kýr, 23 vetrungar, 3 ungir tarfar og 3 ógreind dýr. Þar í hópnum var Pálína sem merkt var í Mjóafirði 2013. Því er líklegt að þarna sé Mjóafjarðarhjörðin hugsanlega á "heimleið" ef snjór hamlar ekki för. Þann 3. febrúar var hún við Hólma í Reyðarfirði . Þá var hún með bæði hornin en nú bara annað. Hún er að öllum líkindum kelfd.
Húseyjartarfar: 27 tarfar, flestir rígfullorðnir, einn vetrungur og ein ung hyrnd kýr voru út á Eyjum út og austur af Hóli. Kenndir við Húsey því þar eru þeir oft sumarlangt og jafnvel langt fram á veiðitíma. Talið er að þeir hlaupi inn á Fljótsdalsheiði í síðasta lagi þegar nálgast fengitíma.