Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Hætt við að hreintarfar ánetjist á fengitíma

IMG 8899xNáttúrustofa Austurlands fagnar framtaki Náttúruverndarsamtaka Austurlands að berjast gegn ónýtum girðingum. Á heimasíðu þeirra (http://www.nattaust.is/)  segir eftirfarandi:
“NAUST fékk styrk frá Umhverfisráðuneytinu til að standa straum af hvatningarátaki á starfssvæði sínu til að fjarlæga ónýtar girðingar.  Átakinu er ætlað að beina sjónum að þeim hættum sem stafa af ónýtum girðingum sem og því lýti sem þær eru í landslaginu.”
Flest ár fréttir Náttúrustofan af einu eða fleiri hreindýrum sem drepast í girðingum eða öðrum vír. Einna verst er þetta um fengitímann þ.e. seinni hluta september og október. Þá stanga tarfarnir ýmislegt sem fyrir þeim verður þ.a.m. ónýtar girðingar sem vilja festast í hornum þeirra. Ef það gerist geta þeir svo „veitt“ aðra tarfa í erjum við þá. Samfastir eiga þeir sér ekki lífs von. Reyndar á þetta við um allan vír sem liggur á víðavangi og þannig veiddi símavír sem lá á jörðinni í Loðmundarfirði nokkra tarfa í gegnum tíðina og eitt sinn hröpuðu tveir rígfullorðnir samfastir tarfar fram af sjávarklettum utan við Stakkahlíð (1. mynd).
Fyrir nokkrum árum festist veturgamall tarfur í aflagri túngirðingu í Arnórsstaðamúla. Sem betur fer sást til hans og tókst að losa hann (2.-4. mynd). Þetta var ekki í fyrsta sinn sem sú girðing „veiddi“ hreintarfa. Náttúrustofan hefur skorað á sveitarfélagið að sjá til þess að sú girðing  verði fjarlægð og var vel tekið í það. Munum við reyna að leggja verkefninu lið með því að tilkynna um aflagðar og ónýtar girðingar svo og annað drasl sem verða á vegi okkar og geta verið dauðagildrur fyrir hreindýr.

 

Tags: hreindýr

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir