Hreinninn Hjörtur í Berufirði
Síðast liðið haust losaði Hjörtur Kjerúlf hreintarf úr girðingu í Flatarheiði. Rúnar Snær Reynisson myndaði það og er hægt að skoða það hér
Þann 23. september sást tarfurinn í fengitímaflugi Náttúrustofu Austurlands á svipuðum slóðum. Laugardaginn 26. mars sást hann síðan í hópi vina sinna utan við bæinn Skála í Berufirði. Greinilegt var að hann hafði tekið því rólega í haust og ekki staðið í áflogum, feitur og fínn og feldurinn órispaður. Óljóst er þó hvort „karlmennska“ hans hafi beðið tjón af því að missa höfuðprýðina og komast ekki á neinar kýr.
Tarfurinn nefnist Hjörtur í höfuðið á frelsara sínum.
Tags: hreindýr