Leyft að veiða 1001 hreindýr
Leyft verður að veiða 1.001 hreindýr á næsta veiðitímabili,
Það er nokkru færri hreindýr en leyft var að veiða í fyrra en þá var leyft að veiða 1.272 dýr.
Tarfaveiði verður heimil frá 15. júlí til 15. september að báðum dögum meðtöldum. Fram til 1. ágúst má ekki veiða tarfa sem eru í fylgd með kúm eða ef veiðarnar trufla kýr og kálfa. Ekki má veiða veturgamla tarfa.
Veiði á kúm stendur frá 1. ágúst til 20. september að báðum dögum meðtöldum. Óheimilt verður að veiða hreindýrskálfa, líkt og í fyrra. sjá nánar á vefnum hreindyr.is og til að komast beint inn á töflu um skiptingu dýra á svæði má smella hér.
Tags: hreindýr