Hreinkýrin Pálína í heimsókn
Eskfirðingurinn Atli B. Egilsson tók myndir af eyrnamerktu hreindýri við Hólma í Reyðarfirði 3. febrúar síðast liðinn. Hann veitti Náttúrustofu Austurlands góðfúslegt leyfi til að birta þær með þessari frétt.
Vorið 2013 stóð Náttúrustofan og Sævar Guðjónsson fyrir leiðangri í Mjóafjörð til að merkja kálfa. Sagt var frá ferðinni í eftirfarandi frétt:
Kálfamerkingaleiðangur Náttúrustofu Austurlands í Mjóafjörð
Kýrin sem Atli myndaði er hún Pálína sem er þá á öðrum vetri.
Eftirfarandi er að finna í Hagaskráningu Náttúrustofu Austurlands 2013 og 14: Sjá hér
Tags: hreindýr