Rafrænn flutningur bókasafns
Náttúrustofa Austurlands hefur síðastliðinn áratug verið með bókasafn stofunnar skráð sem safndeild í Rannsóknabókasafni Þekkingarnets Austurlands og síðar Austurbrúar.
Nú hefur það safn verið lagt niður og hefur safndeild Náttúrustofu Austurland sem hefur að geyma tæplega 1500 bækur/tímarit verið færð undir Bókasafn Neskaupstaðar. Bókakosturinn er eins og áður geymdur í húsakynnum Náttúrustofu Austurlands í Neskaupstað og á Egilsstöðum og því er einungis um rafrænan flutning að ræða innan Landskerfis bókasafna.