Dvergvængsfjöðrum safnað
Þann 24. ágúst s.l. var farið um Eyjabakkasvæðið til skoðunar á aldurshlutfalli geldra heiðagæsa í sárum. Þar fella nokkur þúsund fuglar fjaðrir árlega. Dvergvængsfjöðrum var safnað sem gæsin fellir um leið og flugfjaðrirnar og þekkjast þær á ársgömlum gæsum á lit og lögun. Þetta er liður Náttúrustofu Austurlands í vöktun á heiðagæsum í tengslum við Kárahnjúkavirkjun.