Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Fíflalús á Austurlandi

FíflalúsBorið hefur á því síðan 2014 að íbúar hafi haft samband við starfsfólk Náttúrustofu Austurlands og óskað eftir greiningu á pöddum sem skríða í fylkingum upp hús eða skjólveggi.  Þær hafa líka verið áberandi inni í fíflum.  Okkur hafa borist eintök frá  Breiðdalsvík, Stöðvarfirði, Egilsstöðum og Neskaupstað. Pöddurnar hafa verið greindar sem fíflalús sem er nýlegur landnemi hér á landi.  Til að fá staðfestingu á að þessi nýi landnemani hafi nú dreift sér til Austurlands þarf Náttúrufræðistofnun Íslands að fá eintökin og sérfræðingur þar að staðfesta að um fíflalús sé að ræða.      
Fíflalúsin er með stærstu blaðlúsum, dökk á lit og meira áberandi síðsumars, hún skríður þá jafnvel af gróðri og upp húsveggi. Hún er hvimleiður gestur en ekki hættulegur.   Þegar reynt er að sópa eða þurrka lýsnar burt springa þær og skilja eftir sig rauða klessu sem líkist blóði en svo er þó ekki.
Nánar má lesa um fíflalúsina á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir