Tæknidagur fjölskyldunnar 2016
Hinn árlegi Tæknidagur fjölskyldunnar verður haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað laugardaginn 15.október frá klukkan 12:00 – 16:00. Fjöldi fyrirtækja á Austurlandi kynnir nýjasta nýtt. Sem fyrr er dagurinn tileinkaður tækni, vísindum, sköpun og þróun á Austurlandi og miðast dagskráin við alla aldurshópa. Ýmislegt verður í boði að þessu sinni, til dæmis verður reynt að ganga á vatni í fyrsta sinn í sögu Austurlandsfjórðungs.
Náttúrustofa Austurlands verður að vanda með ýmislegt í pokahorninu í þessum skemmtilega degi,
sandkassinn verður td á sínum stað en hann naut mikilla vinsælda síðast.
Allir velkomnir.
Tags: tæknidagurinn