Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Tæknidagur fjölskyldunnar 2016

Taeknidagurfjolskyldunnar2016Hinn árlegi Tæknidagur fjölskyldunnar verður haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað laugardaginn 15.október frá klukkan 12:00 – 16:00.  Fjöldi fyrirtækja á Austurlandi kynnir nýjasta nýtt. Sem fyrr er dagurinn tileinkaður tækni, vísindum, sköpun og þróun á Austurlandi og miðast dagskráin við alla aldurshópa. Ýmislegt verður í boði að þessu sinni, til dæmis verður reynt að ganga á vatni í fyrsta sinn í sögu Austurlandsfjórðungs.


Náttúrustofa Austurlands verður að vanda með ýmislegt í pokahorninu í þessum skemmtilega degi, 
sandkassinn verður td á sínum stað en hann naut mikilla vinsælda síðast.
Allir velkomnir.

Sandkassinn

Tæknidagurinn í fjórða sinn.

malmleitartaekiNú um nýliðna helgi var Tæknidagur fjölskyldunnar haldinn  í fjórða sinn, fjöldi gesta kom á Tæknidaginn og margir langt að, samkvæmt skráningu í gestabók var nýtt aðsóknarmet slegið. Náttúrustofa Austurlands  tók á móti gestum og gangandi með myndasýningu, fróðleik um hreindýr,  sýndi m.a.  senditæki sem sett hafa verið á hreindýr og netbyssu sem notuð er ef fanga þarf hreindýr í rannsóknaskyni.  Einnig var í boði að skoða skordýr í víðsjá og nota spjaldtölvu sem málmleitartæki,  að ógleymdum sandkassanum sem er samstarfsverkefni með Advania, Trackwell og Verkmenntaskóla Austurlands.
Á meðfylgjandi mynd má sjá áhugasama krakka leita með "málmleitartæki"

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir