Ný fræðsluskilti í Fólkvangi Neskaupstaðar og Hólmanesi fólkvangi og friðlandi
Náttúrustofa Austurlands hefur nú endurnýjað fræðsluskiltin á göngustígunum í Fólkvangi Neskaupstaðar og Hólmanesi. Texti var þýddur yfir á ensku og skiltin prentuð á álplötur sem eiga að vera endingarbetri en þau gömlu. Skiltunum er ætlað að auka upplifun gesta á svæðunum með fræðslu um fugla, jarðfræði, gróður og annað sem til fellur. Stofan vil jafnframt brýna fyrir fólki að ganga vel um svæðin og fylgja göngustígum.
Verkið var styrkt af samfélagssjóði Landsvirkjunar