Rannsóknarferð á Fljótsdalsheiði
Seinni partinn í júlí fóru fjórir starfsmenn Náttúrustofu Austurlands í rannsóknarferð á Fljótsdalsheiði.
Farið var í sams konar ferð árið 2008 og var tilgangurinn í ár að skoða mögulegar breytingar á gróðursamsetningu og gróðurþekju frá árinu 2008 t.d. vegna hreindýrabeitar og Hálslóns. Veðrið lék við starfsmenn allan tímann eins og sjá má á þessum myndum þrátt fyrir að veðurspá gerði ítrekað ráð fyrir mikilli rigningu. (Það var kannski þoka í einn dag en það eru allir löngu búnir að gleyma þeim degi svo við getum ekki verið viss.)