Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Fuglaskoðun Náttúrustofu Austurlands og Ferðafélags fjarðamanna

Fuglaskoðun á Reyðarfirði 2017Árleg fuglaskoðun Náttúrustofu Austurlands og Ferðafélags fjarðamanna fór fram sl.laugardag 6. maí á Reyðarfirði og Norðfirði. Fram til þessa hefur verið boðið upp á fuglaskoðun á fjöru að morgni og hafa fuglaáhugamenn því stundum þurft að vakna snemma. Í ár var ákveðið að færa fuglaskoðunina fram á seinni part dags.  Að þessu sinni var viðburðurinn helgaður hinum alþjóðlega farfugladegi  sem var þann 10. maí. Kjörorð dagsins er "þeirra framtíð er okkar framtíð". Nánar má lesa um daginn á fuglavernd.is og á World migratory bird day.
Við leirurnar í botni Norðfjarðar mættu 15 manns til fuglaskoðunar, auk þriggja starfsmanna frá Náttúrustofu Austurlands. Til viðbótar mættu tveir starfsmenn sjónvarpsstöðvarinnar  N4 og verður viðburðinum gerð skil þar innan skamms. Fuglaskoðararnir voru á öllum aldri og m.a. tveir ofan af Héraði og hefur það ekki gerst áður. Flestir þeirra nutu þess að skoða fuglana í fjarsjá NA sem stækkar 20-60 falt.
Veður var kalt en bjart. Austan strekkingur var framan af og hiti 4-5 gráður °C. Fuglaathugunin hófst kl. 17:00 og stóð í um einn og hálfan klukkutíma.


Í ár sáust aðeins 20 tegundir meðan á formlegri athugun stóð og voru þær þessar: Grágæs, rauðhöfði, æður, hávella, tjaldur, heiðlóa, sandlóa, lóuþræll, sendlingur, stelkur, hrossagaukur,  tildra,  rita,  hettumáfur, silfurmáfur, bjargdúfa, kría, þúfutittlingur, maríuerla og  hrafn. Þá bættust við jaðrakanar og nokkrar skúfendur á Ingunnarkíl og hrossagaukur á flugi þegar kíkt var lauslega yfir allt svæðið eftir að fuglaathuguninni lauk.

Skarphéðinn fræddi gesti um fuglana  sem sáust og um merkingar á grágæsum á Austurlandi.  Í fyrra fengu tvær Norðfirskar gæsir (Sjókarl og Sveinn) gervihnattasenda um hálsinn og ein gæs á Egilsstöðum (Skúli). Sjókarl þagnaði ytra en Sveinn var skotinn. Sendirinn af honum verður settur á grágæs í Norðfirði í sumar. Skúli skilaði sér til landsins í vor og dvelur nú á svipuðum slóðum og hann var merktur. Arnór Sigfússon stóð fyrir merkingunum með hjálp Náttúrustofunnar.  Fylgjast má með gæsunum á Satellite Tracking Map.
Við leirurnar í Reyðarfirði mættu 10 manns til fuglaskoðunar, auk Halldórs W. Stefánssonar frá Náttúrustofu Austurlands. Veður var ágætt,  hafgola, léttskýjað og hiti 10-12°C.   Fuglaskoðunin hófst kl. 18:00 og  sáust  31  fuglategund sem voru þessar: Skógarþröstur, stelkur, hettumáfur, jaðrakan, skúfönd, maríuerla, grágæs, urtönd, stokkönd, heiðlóa, tjaldur, kría, sandlóa, lundi, æður, spói, tildra, rauðhöfðaönd, hávella, álft, lóuþræll, svartbakur, straumönd, bjargdúfa, fýll (múkki), silfurmáfur, sendlingur, kjói, heiðagæs, hrafn og hrossagaukur.

IMG 5011x IMG 5017x IMG 5022x IMG 5029x IMG 5042x IMG 5044x  IMG 5046x

 

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir