Skólaheimsóknir
Þegar líður að vori fær starfsfólk Náttúrustofu Austurlands gjarnan beiðnir um að taka á móti og eða heimsækja leik- og grunnskólanema.
Fjórðubekkingar frá Nesskóla komu í heimsókn á Náttúrustofuna lok mars, kynntust starfsseminni og fengu að spreyta sig á spurningakeppni með Qr kóða, aldursgreina hreindýr út frá tannsliti, kíkja í víðsjá og grúska í plöntuhandbókum. Þá fór hreindýrasérfræðingur í heimsókn í Egilsstaðaskóla og fræddi 2.bekk um hreindýrin og sagði frá fuglunum sem koma nú til landsins hver á fætur öðrum.