Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Viltu beisla mátt fjöldans við náttúrurannsóknir og hanna hreindýravefsjá/app í sumar?

Auglysing Náttúrustofa Austurlands vill ráða nema í grunn - eða meistaranámi til að  vinna verkefni sem styrkt er af Nýsköpunarsjóði námsmanna til starfa í sumar.   Verkefnið  Námsmaður hannar og setur upp hreindýravefsjá sem verður hluti af vöktun hreindýra  á Austurlandi og hefur það markmið að safna upplýsingum frá almenningi (e: crowdsourcing)  um dreifingu hreindýra og samsetningu hjarða. Verkið innifelur m.a. að hanna  landupplýsingagagnagrunn og mögulegt einfalt app til að senda inn myndir og staðsetningar  af hreindýrum. Hreindýravefsjáin verður aðgengileg öllum.    Nemandinn verður ráðinn frá 1. júní til 31. ágúst 2017 eða eftir samkomulagi og  laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.   Hæfnin Við leitum af nema í grunn- eða meistaranámi t.d. í tölvunarfræði eða landfræði með áherslu  á landupplýsingatækni. Æskilegt er að viðkomandi sé sjálfstæður í vinnubrögðum, hafi  frumkvæði og metnað til að sýna árangur og eigi auðvelt með að vinna með öðrum.   Vinnustaðurinn  Náttúrustofa Austurlands vaktar hreindýrastofninn á Austurlandi og sinnir fjölbreyttum  verkefnum í tengslum við rannsóknir, ráðgjöf og þekkingarmiðlun á náttúrufari.  Skrifstofur eru í Neskaupstað og á Egilsstöðum.  Umsóknarfrestur er til og með 10. maí n.k. Kristín Ágústsdóttir forstöðumaður tekur við  umsóknum og fyrirspurnum í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 8460922.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir