Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Gróðurvöktunarreitir heimsóttir

Nýverið fór starfsmaður Náttúrustofunnar með Sigurði H. Magnússyni hjá Náttúrufræðistofnun Íslands í rannsóknarleiðangur um Úthérað. Þar eru gróðurvöktunarreitir sem Náttúrufræðistofnun setti út og hefur vaktað frá árinu 2006. Tilgangur vöktunarinnar er að kanna áhrif vatnsborðsbreytinga í Jökulsá á Dal og Lagarfljóti vegna Kárahnjúkavirkjunar á gróður. Núna í ágúst voru allir reitirnir heimsóttir og sams konar úttekt og í byrjun vöktunarinnar framkvæmd.

 

 

  

Gæsamerkingar

Dagana 18.-21.7. og 24.-28.7.2017 stóð Náttúrustofan ásamt Verkís og WWT í Bretlandi fyrir gæsamerkingum á Norður-, Austur- og Suðausturlandi. Landsvirkjun lagði til sumarstarfsfólk frá Blöndustöð og Fljótsdalsstöð sem hjálpuðu við merkingarnar og fá þakkir fyrir. Aðal tilgangur merkinganna var að setja GSM/GPS-senditæki á 25 heiðagæsir og þrjár grágæsir til að kortleggja ferðir þeirra og nýtingu á landi. Auk þess fengu aðrar gæsir litplastmerki ýmist á fót eða háls sem hægt er að lesa á úr fjarlægð.
Heiðagæsirnar voru merktar í Eyvindarstaðaheiði, í Skagafirði, á Jökuldalsheiði og á Vesturöræfum. Náttúrustofan setti fimm senda á kvenfugla á Vesturöræfum sem fylgst verður með næstu tvö árin eða meðan líftími senditækjanna varir. Þeim var gefið nafn og bókstafur settur á hvert merki sem vísar til heitis. Þær fengu nafngiftina Kristín (K), Rán (R), Guðrún (G), Erlín og Elín (E) og Áslaug (A).
Grágæsir voru merktar á Blönduósi, í Skagafirði auk Vatnshlíðarvatns og á Norðfirði. Helsingjar voru merktir austan við Jökulsárlón á Suðausturlandi. Helsingjarnir fengu litplastmerki á annan fótinn og stálmerki á hinn. 

Rannsóknarleiðangur á Vesturöræfi

Í júlí fór hópur á vegum Náttúrustofunnar í rannsóknarleiðangur upp á Vesturöræfi. Farið var í sams konar ferð árið 2007 og var tilgangurinn í ár að skoða gróðurframvindu og mögulegar breytingar á gróðri.
Auk þess náðust nokkrar myndir af íbúum svæðisins.

Dagur hinna villtu blóma

2017 Blomadagurinn austurland Sunnudaginn 18.júní næstkomandi.

Hólmanes
Mæting við upplýsingaskiltið á bílastæðinu kl. 12:00. Gengið um friðlandið sem hefur að geyma ýmsar einkennisjurtir Austfjarða auk allmargra sjaldséðra tegunda.

Egilsstaðir
Gengið frá bílastæði við Miðhúsaá stutt ofan við Áningastein eftir göngustíg að Fardagafossi. Lagt af stað kl. 09:30 og komið til baka um kl. 12:00.

Leiðsögn: Starfsmenn Náttúrustofu Austurlands.
    
Frítt fyrir alla, góð samverustund fyrir alla fjölskylduna.
Nánari upplýsingar fyrir allt landið á vefnum
http://floraislands.is/Annad/blomdag.html

Safnadagurinn í Safnahúsinu í Neskaupstað

Dagbjört Lilja var dregin úr potti réttra svara og Hrefna Ágústa, sérlegur fulltrúi Náttúrustofunnar, afhenti verðlaunin.Fimmtudaginn 18. maí sl. var Alþjóðlegi safnadagurinn haldinn hátíðlegur víða um landið. Safnahúsið í Neskaupstað var opið og stóð Náttúrustofa Austurlands fyrir opnun í safninu og var gestum og gangandi boðið að koma og skoða safnið. Að auki stóð Náttúrustofan fyrir spurningaleik fjölskyldunnar þar sem gestir voru hvattir til að svara nokkrum snjall-spurningum um fugla í náttúru Íslands.

Lesa meira

Litaafbrigði heiðagæsa

Heiðagæs með appelsínugula fætur og gogg, orange footed and nosed gooseÍ rannsóknum Náttúrustofu Austurlands á heiðagæsum í Austurlandshálendinu undanfarinn áratug hafa menn í auknum mæli séð gæsir með óhefðbundin útlitseinkenni sem lítið hefur orðið vart við annars staðar á landinu. Í stað hins hefðbundna bleika litar á fótum og í goggi heiðagæsa hafa sést einstaklingar með appelsínugula fætur og gogg, en einnig gæsir með blandað útlit, þ.e. annan fótinn bleikann en hinn appelsínugulann. Þetta fyrirbæri er líklega svo kölluð landnemaáhrif (e:founder effect) þ.e. þegar fáir einstaklingar með gena"galla" nema land á nýjum slóðum og afkomendur þeirra halda honum. Heiðagæs með einn appelsínugulan fót og hinn bleikan.

Þetta útlit gæsanna svipar til akurgæsa (Anser fabalis) sem verpa í norður Skandinavíu og túndrum Rússlands og Síberíu og flækjast stundum til Íslands. Akurgæsir eru stærri en heiðagæsir og hafa sterkari appelsínugula liti á fótum og í gogg. Athyglisvert er hvað þessi útlitseinkenni heiðagæsa eru algeng austanlands miðað við aðra landshluta þar sem þetta sést varla  í annars ört vaxandi stofni um land allt. Það vekur upp spurningu um mögulegan skyldleika við aðra stofna.

 

Nánar má lesa umfjöllun um þessar appelsínugulu heiðagæsir í skýrslu Náttúrustofunnar, Heiðagæsir á Snæfellsöræfum 2012.

 

 

 

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir