Tjaldurinn mættur
Tjaldurinn ( Haematopus ostralegus ) er mættur. Starfsfólki Náttúrustofu Austurlands hafa borist þær fréttir að 19.febrúar hafi hann sést á Mjóeyri við Eskifjörð. Þann 5.mars sunnanmegin í Reyðarfirði og daginn eftir sáust tjaldar í Mjóafirði. Örfá pör verpa á Fljótsdalshéraði og þar af nokkur í nágrenni Egilsstaða og Fellabæjar. Tjaldar hafa enn ekki sést á Héraði.
Gaman væri austfirðingar góðir ef þið hefðuð tök á að senda okkur línu þegar þið sjáið vorboðana koma í ykkar heimahaga.
Senda má upplýsingar og myndir ef þær eru til á netfangið na(hjá)na.is, eða í gegnum fésbókarsíðu Stofunnar.