Samnorrænt verkefni um smitsjúkdóma
Náttúrustofan tekur nú þátt í stóru norrænu verkefni um smitsjúkdóma og heilbrigði hreindýra á norðurslóðum, einkum í ljósi hnatthlýnunar. Arctic University of Norway leiðir verkefnið en auk þeirra taka Norwegian Veterinary Institute, Norwegian Institute of Nature Research og Northern Research Institute þátt í því. Það tengist líka verkefni (Climate-change effects on the epidemiology of infectious diseases and the impacts on Northern Societies ) við Umeå University.
Morten Tryland leiðir vinnuna hér á landi sem einungis er möguleg í góðu samstarfi við leiðsögumenn með hreindýraveiðum. Þau munu kynna verkefnið og helstu smitsjúkdóma fyrir stjórn leiðsögumanna með hreindýraveiðum og fleirum áður en þau hverfa suður á bóginn. Ráðgert er að endurtaka leikinn að hausti.
Auk þessa safnar Náttúrustofan heilasýnum fyrir MAST en amerísk hjartarriða (Cronic Wasting Disease) fannst í fyrsta sinn í Evrópu í norskri hreindýrahjörð í vetur.
Náttúrustofan þakkar öllum kærlega sem lagt hafa okkur lið en niðurstöðurnar munu auka mjög á þekkingu okkar á heilbrigði íslensku dýranna
Tags: samnorrænt, smitsjúkdómar , veiðar, hreindýr