Tjaldurinn er mættur
Tjaldurinn (Haematopus ostralegus) er mættur á Austurlandið en til hans sást í Mjóafirði þann 3. mars. Einnig hefur sést til hans á Eskifirði síðustu vikur. Þeir tjaldar sem dvelja hér á landi eru að mestu farfuglar en nokkur þúsund hafa hér vetursetu, meðal annars í Berufirði.
Á næstu vikum má búast við komu ýmissa farfugla til landsins og þar með fer vorið að gera vart við sig.
Gaman væri að heyra frá almenningi af komu annarra farfugla.