Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Náttúrufræðinámskeiði lokið á Eskifirði

2020 hopurinn allur natturunamskeid ESK

Dagana 22-26. júní 2020 var haldið náttúrufræðinámskeið á Mjóeyri á Eskifirði í tengslum við Gönguvikuna í Fjarðarbyggð. Náttúrustofa Austurlands og Ferðaþjónusta Mjóeyrar hafa haldið utan um námskeiðið undanfarin ár og starfsfólk Náttúrustofunnar leiðbeinandi á námskeiðinu. Að þessu sinni tóku 11 galvaskir krakkar á aldrinum 8-12 ára þátt. Fuglar voru skoðaðir á ferð og tekin út hæð stígvélabrúnar við vað á eftir hornsílum í lækjum eða fjörudýrum og sprettfiskum í fjörum. Uppáhalds blómplöntur voru valdar og pressaðar og myrkfælnin mæld í Helgustaðarnámu. Krakkarnir báru mikla virðingu fyrir friðunarákvæðum á silfurberginu og er þetta líklega í fyrsta sinn sem ekki þurfti að tæma úr vösum ástríkra og kappsamra silfurbergssafnara. Einstaklingar eru aldrei betri vísindarmenn heldur en á þessum aldri og var mikið fjör og orka í þessum hóp. Náttúrustofa Austurlands þakkar þáttökuna.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir