Staða kragakúnna þann 15. apríl 2020
Kragakýrnar eru nú 20. Þær nyrstu eru komnar á burðarsvæðin vestur af Hágöngum
Númer 11 er Anna sem gekk á Selárdalnum 2019 fram til apríl í fyrra en þá hélt hún á
svipaðar slóðir og hún er nú. Hún var merkt við Ánavatnið á Jökuldalsheiði.
Kýrnar Vopna (5) og Arna (8) voru merktar í Hauksstaðaheiðinni fyrr í vetur. Klúka (2) er við Torfur á Héraðssandi.
Ferðir Önnu 15. apríl 2019 til 15. apríl 2020
Lína og Jenný (9 og 10) eru kýr af Fljótsdalsheiði sem reiknað er með að skili sér austur yfir Jöklu fyrir burð.
Gulla (1) er komin til fjalla og er í Flatarheiði. Hreiða (7) er á túnum við Hof í Fellum, Vesta (4) í Eiðaþinghá,
Skála (3) heldur til við Skálanes og Katla (6) undir Hettinum. Breiða (15) er innan við Þorvaldsstaði í Breiðdal.
Kýrnar á Suðausturlandi og í Hofsdal hafa lítið hreyft sig enn frá þeim stað er þær voru merktar á í byrjun febrúar.
Þann 7.4.2020 var Katla í hópi inn undir Gilsá norðan undir Hettinum. Þar voru 21 hyrndar kýr, 1 kollótt og 13 kálfar
eða samtals 35 dýr. Í þeim hópi var þessi hornprúða kýr.
Þann 13.4.2020 voru 6 kollóttir tarfar, 12 hyrndar kýr og 8 kálfar á Eyvindardal austan við Hnútu. Í þeim hópi var
hornprúð kýr sem virðist vera sú sama og var með Kötlu þann 7. apríl norðan í Hettinum.
Hún hefur greinilega yfirgefið Kötluhópinn því Katla var þann 13. apríl enn á sömu slóðum sem sést á eftirfarandi
mynd en sú hornprúða sama dag er merkt með rauðu x.
Á Eyvindardal austan við Hnútu þann 13. apríl 2020. Áhyggjulaus með öllu og vita ekkert um C19.